Við hjá Alta höfum mælt þéttleika byggðar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og raðað upp eftir íbúðum á hektara. Samanburð okkar má sjá hér: http://alta.is/thettleiki. Með þessu leggur Alta sitt af mörkum til umræðunnar um þéttleika byggðar með því að taka dæmi um ólík byggðamynstur. Margt kann að koma á óvart og forvitnilegt er að sjá hvar þéttleikinn er mestur. Þéttleiki byggðar hefur mikið verið í umræðunni síðustu ár með aukinni áherslu á þéttingu byggðar jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og í þéttbýli víða um land. Þetta er raunar viðfangsefni bæja og borga um allan heim. Sömuleiðis hefur umræða um húsnæðismál aukist samfara mikilli eftirspurn eftir húsnæði og hækkandi íbúðaverði. Það er von okkar hjá Alta að hér séu upplýsingar sem gagnast geta í umræðu og umfjöllun um þéttingu byggðar; hvernig hægt er að útfæra hana og hvað þétt byggð getur raunverulega þýtt.