top of page

Þéttleiki byggðar

Samanburður

Þéttleiki byggðar hefur mikið verið í umræðunni síðustu ár með aukinni áherslu á þéttingu byggðar í borgum og bæjum víða um heim. Jafnframt hefur umræða um húsnæðismál aukist samfara mikilli eftirspurn eftir húsnæði og hækkandi íbúðaverði. Umræðan um þéttleika byggðar tengist ekki síst vaxandi kröfum um gæði í hinu byggða umhverfi og kröfum um að vel sé farið með fjármuni skattgreiðenda. Mikilvægt sé að nýta byggingarlandið vel, sem og þá fjárfestingu sem felst í gatna- og lagnakerfum og aðliggjandi þjónustu. Þessi sjónarmið eiga jafnt við á minni sem stærri þéttbýlisstöðum. ​

Þéttleiki er mismikill eftir því hvernig byggðinni er fyrir komið og oft er erfitt að gera sér grein fyrir honum. Alta leggur hér sitt af mörkum til umræðunnar með því að taka dæmi um ólík byggðamynstur (aðallega innan Reykjavíkur) og raða þeim upp eftir þéttleika í íbúðum á hektara. Hér fyrir neðan má sjá samantekt þar sem minnsti þéttleikinn birtist efst og svo eykst hann eftir því sem flett er lengra niður. Grunngögn greiningarinnar eru fengin frá Þjóðskrá Íslands. Sjá einnig þéttleika og nýtingu hér.

 

Valdir eru reitir með byggð af einsleitu tagi. Hver reitur er sýndur á loftmynd annars vegar (frá Google, allar í sama skala) og hins vegar skámynd, sem sýnir glögglega byggðamynstrið og samhengi þess á hverjum stað. Einnig eru dregnar fram ýmsar tölur sem gefa frekari upplýsingar um byggðina;

  • fjöldi íbúða á hektara, miðað við hektarafjölda reitsins sem afmarkaður er á myndunum

  • byggingarár (meðaltal)

  • nýtingarhlutfall (hlutfall flatarmáls húsnæðis af flatarmáli lands innan sýndra reita)

  • meðalstærð íbúða (í fermetrum)

  • hlutfall einbýla (fjöldi íbúða í einbýli sem hlutfall af heildarfjölda íbúða)

 

Þessar tölur má síðan setja í samhengi við byggð um allt land með því að skoða sömu tölfræði á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Reitirnir eru skilgreindir út frá lóðamörkum, afmörkun nálægrar byggðar og miðlínu aðlægra gatna. Þeir innifela því stundum afgangs rými umhverfis og innan um byggðina. Þessi afmörkun er alls ekki einhlít og tölurnar sem gefnar eru upp myndu breytast ef afmörkun væri breytt.

Alta hefur tekið loftmyndir af ýmsum stöðum í gegnum tíðina og voru reitir meðal annars valdir með tilliti til þess hvar við áttum skámyndir

Samanburður á ólíku byggðamynnstri með sama þéttleika byggðar
Yfirlit yfir þéttleika á höfuðborgarsvæðinu
Grunn-munnstur-29.png

Einbýli neðst í Fossvogi

7 íbúðir á hektara

Nafn

Byggingarár

X íbúða á hektara
  • Þéttleiki

    • Fjöld íbúða á ha

    • Fermetrar íbúðahúsnæðis á ha

  • Húsnæði

    • Aldur húsa (til upplýsingar)

    • Tegundir - hlutföll

    • Meðalstærð íbúa

Einbýli í Stekkjum

7 íbúðir á hektara

Einbýli í Seiðakvísl

7 íbúðir á hektara

Lágreist byggð í Geislahverfi

8 íbúðir á hektara

Tvíbýli við Ólafsgeisla

9 íbúðir á hektara

Raðhús við Maríubaug

11 íbúðir á hektara

Raðhús við Barðaströnd

12 íbúðir á hektara

Raðhús í Fossvogi

13 íbúðir á hektara

Lágreist byggð í Grundum

14 íbúðir á hektara

Blokk við Maríubaug 125-143

19 íbúðir á hektara

Raðhús í Frostaskjóli

20 íbúðir á hektara

Parhús í Bergum

20 íbúðir á hektara

Raðhús í Grundum

21 íbúð á hektara

Lágreist byggð milli Hringbrautar og Ásvallagötu

21 íbúð á hektara

Lágreist byggð við Nesveg og Granaskjól

22 íbúðir á hektara

Raðhús við Álagranda

22 íbúðir á hektara

Hjallavegur og nágrenni

26 íbúðir á hektara

Skeifublokk við Þorláksgeisla

28 íbúðir á hektara

Blokkir við Maríubaug 95-123

30 íbúðir á hektara

Raðhús við Skeiðarvog

33 íbúðir á hektara

Norðurmýri

34 íbúðir á hektara

Lágreist byggð í Túnum

36 íbúðir á hektara

Blokkir í Bergum

36 íbúðir á hektara

Blokkir og raðhús við Prestastíg

37 íbúðir á hektara

Fjölbýli í Heimahverfi

40 íbúðir á hektara

Fjölbýli við Hávallagötu og Sólvallagötu

40 íbúðir á hektara

Lágreist byggð milli Ægisgötu og Stýrimannastígs

44 íbúðir á hektara

Fjölbýli við Grenimel og Reynimel

46 íbúðir á hektara

Fjölbýli í Hlíðum

48 íbúðir á hektara

Fjölbýli efst í Fossvogi

49 íbúðir á hektara

Skeifublokkir við Flyðrugranda

54 íbúðir á hektara

Blokkir í Álfheimum

54 íbúðir á hektara

Blokkir við Espimel

58 íbúðir á hektara

Blokkir við Kaplaskjólsveg

62 íbúðir á hektara

Blokkir í Sólheimum

73 íbúðir á hektara

Verkamannabústaðir við Hringbraut

74 íbúðir á hektara

Blokkir við Eiðsgranda

80 íbúðir á hektara

Löng blokk í Fellunum

81 íbúðir á hektara

Blokkir við Austurbrún

85 íbúðir á hektara

Blokkir í Túnum

85 íbúðir á hektara

Blönduð randbyggð við Framnes- og Seljaveg

91 íbúðir á hektara

Randbyggð við Brá-, Ás- og Ljósvallagötu

109 íbúðir á hektara
bottom of page