Verndarsvæði
Áhersla á jafnvægi milli nýtingar og verndar á grunni sérstöðu svæðis
Við aðstoðum við skipulagningu, stjórnun og uppbyggingu verndarsvæða, svo sem þjóðgarða, náttúruvætta, friðlanda og fólkvanga.
Verdarsvæði gegna mikilvægu hlutverki til verndunar sérstæðs lífríkis, jarðminja, menningarminja, sögu og/eða landslags.
Greining á sérstöðu
Alta getur aðstoðað við greiningu á staðaranda svæðisins og sérstöðu m.t.t. náttúrufars, menningu, landslags og arfleiðar. Sterkari ímynd svæðis sem grunnur fyrir nýsköpun og vöruþróun.
Þjóðgarðar og verndarsvæði
Mikilvægt er að ná fram sátt um forsendur verndar og nýtingar þar sem t.d. gestagangur og náttúrugæði fara saman. Samstarf við almenning, landeigendur og aðra hagsmuna- og umsagnaraðila er sérlega mikilvægt.
Nýting og vernd
Alta tekur jafnframt að sér gerð stjórnunar- og verndaráætlunar með stefnu og skipulagsákvæðum um verndun og sjálfbæra nýtingu. Gerð áætlunar um innleiðingu, markvissa uppbyggingu og miðlun. Verndarsvæði geta einnig komið við sögu við skipulagsgerð á öllum skipulagsstigum.