top of page
Verkefni
Umhverfis- og loftslagstefna Fjarðarbyggðar
Við hjálpuðum Fjarðarbyggð að vinna umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið til ársins 2040.
Stefnunni, sem nú er í umsagnarferli, er ætlað að varpa ljósi á núverandi stöðu í umhverfismálum, setja fram markmið í anda heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna og móta leiðir til að ná þeim markmiðum.
Umhverfis- og loftslagsstefnan er liður í að skipuleggja nýtingu náttúruauðlinda í Fjarðabyggð og hvernig megi nýta á sem sjálfbærastan hátt vistkerfi náttúruauðlindanna. Aðalskipulag Fjarðabyggðar leikur veigamikið hlutverk en jafnframt er mikilvægt að fyrirtæki og einstaklingar tileinki sér sjálfbæra nálgun í sínum störfum og daglega lífi.
bottom of page