top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Framdalur Skorradals - Verndarsvæði í byggð

Alta aðstoðaði Skorradalshrepp við gerð tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Framdal Skorradals, sem nú hefur verið samþykkt.

Verndarsvæði í byggð eru afmörkuð svæði með sögulegt gildi þar sem ákveðið hefur verið að stuðla að vernd og varðveislu byggðar. Vinnan felur í sér mat á varðveislugildi svæðis auk þess að móta stefnu fyrir framtíðarþróun samhliða verndun.

Framdalurinn, sem er innsti hluti Skorradals, er falin perla úr alfaraleið þar sem menningarlandslags frá 19. og 20. öld er sýnilegt. Saga framdalsins er löng og hana má m.a. lesa úr fjölda fornminja á svæðinu, svipmóti staðarins, heimatúnum bæjanna og samhengi þeirra við umhverfið. Það birtist m.a. í fornum þjóðleiðum sem tengja framdalinn við umheiminn.

bottom of page