top of page
Verkefni
Þorpið í Flatey - Verndarsvæði í byggð
Alta aðstoðaði Reykhólahrepp við tillögu um að þorpið í Flatey verði gert að verndarsvæði í byggð.
Verndarsvæði í byggð eru byggð svæði með sögulegt gildi þar sem ákveðið hefur verið að stuðla að varðveislu byggðar. Vinnan felur í sér mat á varðveislugildi svæðis auk þess að móta stefnu fyrir framtíðarþróun samhliða verndun.
Flatey á Breiðafirði er einstakt svæði á Íslandi vegna sérstæðrar náttúru, menningarminja og landslagsheildar. Sjálft þorpið í Flatey er mikið menningarverðmæti hvort heldur sem litið er til einstakra húsa, umhverfis þeirra, samstæðu húsa eða þorpsins sem heildar. Sérstaða þorpsins er talin slík að minnstu inngrip eða breytingar á húsum geti haft veruleg áhrif á svipmót byggðarinnar.
bottom of page