top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Aðalskipulag Grundarfjarðar

Alta vann aðalskipulag Grundarfjarðar sem innifól rammahluta miðbæjar, Framness og hafnarsvæðis bæjarins.

Grundarfjörður hefur djúpar rætur í sjávarútvegi en ferðaþjónusta hefur farið vaxandi síðustu ár í sveitarfélaginu. Þar er ekki síst hið heimsfræga Kirkjufell sem laðar að auk Snæfellsnessins alls sem hefur eflst mikið sem ferðamannastaður. Aðalskipulagið tekst á við þessi tækifæri og áskoranir sem þeim fylgja. Leitast er við að styrkja staðaranda svæðisins með lífsgæði íbúa að leiðarljósi.
Aðalskipulagið styður við fjölskyldu- og umhverfisvænt samfélag sem einkennist af kröftugu atvinnulífi og nærandi menningu í heilnæmu umhverfi. Settur er rammahluti fyrir miðbæ, hafnarsvæði og Framnes og fjallað um landnotkun og blöndun hennar, gerð húsnæðis, yfirbragð byggðar, umferðarskipulag og fyrirkomulag almenningsrýma. Settar eru fram skýringarmyndir til að lýsa möguleikum til nánari umfjöllunar og mótunar við deiliskipulagsgerð.
Dregið er fram hvernig gera má þéttbýlið gönguvænna, sbr. framfylgd þeirrar stefnu og stefna sett um blágrænar ofanvatnslausnir sem veita ofanvatni á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn, í stað þess að veita því eingöngu í hið hefðbundna fráveitukerfi.

bottom of page