top of page

Nýtt aðalskipulag fyrir Grundarfjarðarbæ



Nýtt aðalskipulag fyrir Grundarfjörð sem Alta aðstoðaði við að móta, hefur tekið gildi - Auðvitað stafrænt, sjá hér vefsjá Grundarfjarðarbæjar. Í aðalskipulaginu er sett fram stefna sem styður við fjölskyldu- og umhverfisvænt samfélag sem einkennist af kröftugu atvinnulífi og nærandi menningu í heilnæmu umhverfi. Í þeim tilgangi var kjarni sveitarfélagsins - Miðbær, hafnarsvæði og Framnes - tekinn til sérstakrar skoðunar í aðalskipulagsgerðinni og settur fram rammahluti fyrir hann. Í stefnu fyrir kjarnann er fjallað um landnotkun og blöndun hennar, gerð húsnæðis, yfirbragð byggðar, umferðarskipulag og fyrirkomulag almenningsrýma. Settar eru fram skýringarmyndir til að lýsa möguleikum til nánari umfjöllunar og mótunar við deiliskipulagsgerð.


Í aðalskipulaginu er sérstaklega dregið fram hvernig gera má þéttbýlið gönguvænna og hefur Grundarfjarðarbær þegar hafið vinnu við framfylgd þeirrar stefnu. Sú vinna er jafnframt liður í framfylgd þess markmiðs nýja aðalskipulagsins að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir sem veita ofanvatni á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn, í stað þess að veita því eingöngu í hið hefðbundna fráveitukerfi.


Alta óskar Grundfirðingum til hamingju með nýja aðalskipulagið!



Comments


bottom of page