top of page

Alþjóðlegur dagur landupplýsinga

Updated: May 14, 2020

Í dag er alþjóðlegi LUK (GIS) dagurinn haldinn hátíðlegur sem við fögnum að sjálfsögðu hér hjá Alta.


Dæmi um landupplýsingar af vefsja.is sem tengjast m.a. lofslagsmálum; gögn um lítt raskað votlendi frá NÍ og gögn um skóga frá skógræktinni.

LUK, eða landupplýsingakerfi, eru kerfi sem lýsa landfræðilegri dreifingu eða legu fyrirbæra á jörðinni. Þannig má samþætta margar tegundir gagna og fá góða innsýn í ólík viðfangsefni svo sem mynstur, sambönd og kringumstæður.


Landupplýsingar gefa líka færi á landfræðilegri greiningu sem styður við ákvörðunartöku stjórnvalda eða annarra hagsmunaaðila við stefnumótunun, t.d. um nýtingu lands, þróun byggðar og gerð verndaráætlana. Á síðastliðnum árum hefur hugbúnaður fyrir meðhöndlun landupplýsinga þróast ört og auðvelt að birta þær á lifandi hátt með kortum og vefsjám. 


Við hjá Alta notum mikið landupplýsingar í starfi okkar og notum nær eingöngu opinn hugbúnað eins og QGIS. Nýlega útbjuggum við vefsjá, www.vefsja.is, þar sem finna má ýmis opin gögn sem skipta máli fyrir skipulag, þróun byggðar, náttúruvernd og ýmsa áætlanagerð sem varðar landnotkun.


Til hamingju með daginn!

Comments


Sími 582 5000

  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter

Alta

Ármúla 32

108 Reykjavík

Ísland

Kt. 630401-3130 

bottom of page