top of page

Ráðstefna um blágrænar lausnir


Ráðstefna um sjálfbært vatnafar í byggðu umhverfi, hér einnig nefndar „blágrænar lausnir“ (vatn og gróður) „Urban Flooding – Linving with Water“ var haldin á vegum „Föreningen Vattens Södra Regionkommitté og Peter Stahres Stipendium“ , 14. - 15. mars 2012, í Malmö, Svíþjóð.

Ráðstefnan var haldin til minningar um Peter Stahres, sem starfaði sem bæjarverkfræðingur hjá Malmö borg um 30 ára skeið, en dó langt fyrir aldur fram á síðasta ári. Peter leiddi þróun í Malmö þar sem farnar voru nýjar leiðir við meðhöndlum ofanvatns frá byggð og byggðu á því að koma upp „sjálfbæru vatnafari“ í Malmö eða svokölluðu „Sustainable Urban Drainage System“ á ensku. Litið hefur verið til Malmö sem leiðandi borgar á þessu sviði á heimsvísu, einkum vegna frumkvæðis Peter Stahres og samstarfsfólks hans. Peter Stahre kom víða við og hreyf fólk með sér með brennandi áhuga sínum, jákvæðni og trú á viðfangsefninu. Hann hafði því víðtæk áhrif á fjölmarga samferðarmenn sem þarna komu saman.

Fyrirlesarar

Fyrirlesarar voru allir leiðandi aðilar á þessu sviði annað hvort í háskólum eða frá borgum sem innleitt hafa grænbláar lausnir.

  • Markus Antener, verkfræðingur hjá Zurich borg. „Rehabilitation of small urban rivers and flooding risk management in Zurich.“

  • Tom Lipton, landslagsarkitekt hjá Portland borg, Oregon USA. „Creating Healthy Cities from Now and the Future.“

  • Chris Jetteries, University of Abertay Dundee, Scotland. „Achieving even more Sustainable Urban Drainage.“

  • Johann Österberg, landslagsarkitekt og doktorsnemi. „Risk of root intrusion by tree and shrup species into sewer pipes in Swedeish urban areas.“

  • Maria Wiklander, verkfræðingur hjá Stadens cattensystem, Lulea tekniska universitet. „Dagvatten: Dagens problem- Morgondagens möjligheter.“

  • Sveinn Þórólfsson, Institutt for vann- og miljöteknikk, NTNU, Þránheimi. „Stormwater Management in Cold Climate.“

  • Thorbjörn Andersson, landslagsarkitekt. „In the defence of stormwater – Rain on squares and in parks, SLU/SWECO, Sweden.“

Almenn niðurstaða

  • Allir fyrirlesararnir voru sannfærðir um nauðsyn innleiðingar á sjálfbæru vatnafari. Þettar er það sem koma skal og brýn nauðsyn m.a. vegna loftslagsbreytinga

  • Mikilvægt að íbúar skilji betur umhverfið og náttúruna og líti ekki á almenningsrýmin eins og stofugólf, þar sem allt ef hreint og fágað, heldur skilji hringrás vatnsins, hvernig það fellur á götur og torg og nauðsyn þess að það sé nýtt til að lífga uppá umhverfið, en einnig kosti þess að hafa opnar lausnir í miklum rigningum eða asahlákum til að geta tekið við slíkum áföllum.

  • Mikilvægt sé að innleiða blágrænt sem fyrst.

  • Heildarsamhengið þurfi að vera skiljanlegt og allar fagstéttir þurfi að vinna saman við markvissa innleiðingu blágrænna lausna.

  • Nýta þurfi skipulagsáætlanir við markvissa innleiðingu blágrænna lausna – sjálfbærs vatnafars.

  • Einnig mikilvægt að litið sé til samnýtingar svæða þ.e. t.d. bílastæða eða stórra leikvalla sem viðtaka við vatni í flóðum t.d. 10 eða 100 ára flóðum og það þyki sjálfsagt. Til að koma í veg fyrir atstæður sem sköpðuðust t.d. í Köben veturinn 2011 - 2012.

  • Mikilvægt við innleiðingu blágrænna lausna að þau sem tækju við þeim „garðyrkjumennirnir“ skildu þær og viðhéldu á réttan máta.

bottom of page