Sú frétt birtist nýlega í Austurglugganum að Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs, eftir Helga Hallgrímsson, hefði verið gefin út. Alta fékk þetta mikla verk Helga í hendur meðan á vinnu við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs stóð. Þar lýsir Helgi um 600 athyglisverðum stöðum og svæðum á Héraðssvæðinu, einkum náttúrufari en einnig ýmsu sem varðar mannlíf og þjóðtrú. Alta hafði frumkvæði að því að um 250 svæði, sem Helgi telur markverðust, voru afmörkuð með hnitum og síðan sett inn á vefsjá til þess að auðvelda aðgengi að lýsingunum. Það auðveldaði verkið hvað flokkun og röðun svæðanna var skipuleg í handriti Helga. Vefsjána er að finna hér: www.alta .is/nms
Upplýsingar um svæðin má finna bæði í textaham, þar sem öll svæðin 600 er að finna og í kortaham, þar sem hnitsettu svæðin 250 koma fram. Hægt er að leita að svæðum eftir orðum og orðhlutum.