top of page

Ferðamál

Ferðamenn sækjast í æ ríkari mæli eftir því sem er ekta; að komast í tengsl við daglegt líf fólks og upplifa sérstæðan staðaranda

Það er gagnlegt að greina sérkenni svæðis og marka stefnu um hvernig eigi að nýta þau.

 

Þannig má efla ferðaþjónustu á forsendum hvers staðar, styrkja ímynd svæðisins og stuðla með því að eflingu atvinnulífs og byggðar.

Skipulag og þróun ferðamannastaða

Ferðamál og ferðamannastaðir eru sífellt mikilvægri þáttur í skipulagsgerð á öllum skipulagsstigum. Greining á upplifun og staðaranda svæðisins auk mögulegra áfangastaða og ferðaleiða er mikilvæg forsenda. Greiningin byggir á náttúru, menningu og sögu hvers staðar.

 

Markmið skipulags og þróunar ferðamannastaða eru oft ánægjulegri upplifun og lengri dvalartími á staðnum. Að uppbygging sé markviss og skapaður sé grunnur fyrir nýsköpun og vöruþróun.

Hólaskjól Eldgjá ágúst 2013-121.jpg

Aðstoð við ferðaþjónustufyrirtæki

Við aðstoðum við að gera hugmyndir að veruleika. Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og markvissa miðlun frammistöðu.

 

 Við gerum kort og vefsjár af ýmsu tagi sem gagnast í ferðaþjónustu. Greinum og matreiðum landupplýsingar úr ólíkum áttum og miðlum þeim  í kortum og vefsjám.

KAP_Þingvellir_20110813_010.jpg
ruta-þingv.jpg

Tengd verkefni

Katla UNESCO Global Geopark

Deiliskipulag við Kirkjufell og Kirkjufellsfossa

Aðalskipulag Grundarfjarðar

Gönguleiðir um Kerlingafjöll

Íbúasamráð við gerð þróunaráætlunar Keflavíkurflugvallar

Vatnajökulsþjóðgarður - Stefnumótandi áætlanir

Auðlindir ferðaþjónustunnar

Deiliskipulag við Kolgrafarfjörð

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum á heimsminjaskrá

Skaftafell - Skipulagsforsögn og framtíðarsýn

Norðurstrandarleið - The Arctic Coast Way

bottom of page