Byggðaþróun
Alta aðstoðar við að móta áætlanir um nýtingu landgæða og þróun byggðar
Ráðgjöfin snýr m.a. að svæðisbundinni stefnumótun, s.s. svæðisskipulögum og sóknaráætlunum. Slíkar áætlanir geta verið með ýmsu móti - mestu skiptir að finna einfaldar og árangursríkar leiðir.
Sérkenni svæðis
Mikilvægt er að fá yfirlit yfir sérkenni svæðis m.t.t. auðlinda, sögu, staðaranda og menningar. Á grunni þess er hægt að greina tækifæri til atvinnuþróunar og eflingar byggðar, móta mark svæðis og móta stefnu í framhaldi af því.
Kortlagning
Yfirlitið fæst m.a. með kortlagningu og lýsingu á sérkennum svæðisins. Það má setja fram sem „Atlas“ (kortabók) eða vefsjá. Með slíkri framsetningu eru gögn gerð aðgengileg almenningi til ýmissa nota.
Samráð og samvinna
Samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila skiptir miklu máli. Það getur falið í sér samræðu um hagsmuni og sjónarmið og náð fram niðurstöðu sem almenn sátt ríkir um.
Stefnumótandi skipulag
Í tilviki stefnumótandi skipulagsáætlana beinast sjónir fyrst og fremst að skipulagsmálum og hvernig þau geta stuðlað að framtíðarsýn og markmiðum um þróun atvinnulífs og byggðar.