Unga fólkið spáir í framtíðina

Um miðjan nóvember sl. var ungu fólki úr Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð boðið til spjalls í tengslum við gerð svæðisskipulags sem unnið er að fyrir sveitarfélögin þrjú. Tilgangur fundarins var að ræða tengsl unga fólksins við heimahagana og sýn þeirra á framtíð svæðisins. Samhljómur var hjá unga fólkinu um upplifun þeirra af heimahögunum, sem tengist náttúrufegurð, sveitalífi, friði og ró, samveru með fjölskyldu og vinum og nánum tengslum við náttúruna. Fram kom að svæðið byði upp á fjölmörg tækifæri til að skapa.

Efni fundarins verður nýtt við að móta stefnu í byggða- og skipulagsmálum sem styrkir ímynd svæðisins, en mikilvægt er að svæðisskipulagsverkefnið taki mið af rödd ungu kynslóðarinnar. Skipulagsráðgjafar frá Alta leiddu umræður fundarins og á vef verkefnisins samtakamattur.is, er að finna samantekt af fundinum, sjá nánar hér.

Á vef Skessuhornsins var síðan einnig að finna fróðlega samantekt af fundinum, sjá hér.

Viltu bætast í Altahópinn?

Við hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta leitum að góðum liðsmönnum á sviði skipulagsmála og með bakgrunn á sviði skipulagsfræði, landfræði, ferðamálafræði, arkitektúrs, landslagsarkitektúrs, verkfræði eða stefnumótunar.

Viðfangsefnin eru einkum á sviði skipulagsmála, byggðaþróunar, ferðaþjónustu, verkefnastjórnunar og stefnumótunar.

Hafir þú víða sýn, þekkingu og metnað til að ná frábærum árangri í starfi, þá gæti starfið hentað þér.

Sjá auglýsingu hér. Umsónir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Stafrænt skipulag sem einfaldast

Nýlega kom út þriðja skýrsla Alta um stafrænt skipulag. Þar er lýst hugmyndum um það hvernig gera megi innleiðingu stafræns skipulags sem auðveldasta og einfaldasta fyrir alla aðila. Stafrænt skipulag felur það í sér að skipulagsákvarðanir séu skráðar sem landupplýsingar, líkt og margt annað sem stjórnsýslan og vísindastofnanir skrá, svo sem landeignamörk, vegir, vistgerðir og friðlýst svæði. Titill þessarar skýrslu er “Þróun verklags við stafrænt skipulag” og var hún unnin með styrk frá Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar. Sett var upp tilraunaútgáfa skipulagsgagnagrunns og vefsjár til að prófa hugmyndir sem settar eru fram í skýrslunni.

Jólakveðja

Starfsfólk Alta sendir þeim fjölmörgu sem við höfum átt samskipti við undanfarin misseri bestu jólakveðjur. Herborg teiknaði myndina að vanda.

Urriðaholt fyrst með BREEAM

Við erum stolt af því að Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi sem fær vistvottun frá BREEAM en við hjá Alta höfum árum saman unnið með Urriðaholti hf. að skipulagi hverfisins. Nú er hægt að lesa um Urriðaholt á heimasíðu BREEAM.

Bls 1 af 60

Upp